29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 20. júlí 2021 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Ætlum að taka þann stóra og hinn, litli, er bónus
Kvenaboltinn
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst svörunin góð og við vissum að þessi leikur gæti farið á tvo vegu. Annað hvort að hann yrði í pattstöðu eins og fyrri leikurinn eða við myndum ganga frá leiknum og við gerðum það," sagði Eiður Ben Eiríksson, þjálfari Vals, eftir öruggan sigur gegn Þrótti í dag.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

Náðuð þið að nýta eitthvað vonbrigðin eftir tapið gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Nei, ekkert þannig. Við vorum fúl á föstudeginum og svo kom nýr dagur á laugardeginum og sem betur fer var sól á æfingu. Þetta er hluti af þessu og allir þessir leikmenn eru búnir að vera lengi í fótbolta og vita alveg um hvað þetta snýst. Þetta var bara eitt mót, við förum alltaf inn í tímabil og hugsum að við ætlum að taka þann stóra og hinn, þessi litli, er bónus."

„Ég er ánægður með alla leikmennina, ánægður með leikmennina sem komu inn á, þeir svöruðu heldur betur kallinu. Líka ánægður með leikmennina sem komu inn í liðið úr síðasta leik. Ég er mjög ánægður með leikinn heilt yfir."

Eiður hafði einnig tíma í að skjóta aðeins á sérfræðinga og tjáði sig um áhuga erlendra félaga á Elínu Mettu Jensen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner