Berta María Björnsdóttir skoraði bæði mörk Völsungs er liðið vann Hauka, 2-1, í 2. deild kvenna í kvöld. Völsungur er fyrsta liðið til að vinna Hauka í sumar.
Haukar höfðu unnið níu leiki og gert eitt jafntefli fyrir leikinn í kvöld á meðan Völsungur hafði unnið átta, gert eitt jafntefli og tapað einum.
Berta María kom Völsungi á bragðið eftir tæpa mínútu. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem Haukar jöfnuðu þegar Guðrún Inga Gunnarsdóttir kom boltanum í netið.
Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Berta sigurmark gestanna og tryggði þeim stigin þrjú.
Völsungur er nú á toppnum með 28 stig, eins og Haukar, en með betri markatölu.
Einherji vann á meðan Sindra í miklum markaleik, 4-3, á Vopnafirði.
Staðan var 2-2 í hálfleik en í þeim síðari skoruðu þær Borghildur Arnarsdóttir og Sarai Menchon fyrir Einherja til að koma þeim í tveggja marka forystu. Thelma Björg Gunnarsdóttir minnkaði muninn undir lokin en lengra komst Sindri ekki.
Einherji er í 4. sæti með 23 stig en Sindri í 9. sæti með aðeins 10 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Haukar 1 - 2 Völsungur
0-1 Berta María Björnsdóttir ('1 )
1-1 Guðrún Inga Gunnarsdóttir ('82 )
1-2 Berta María Björnsdóttir ('87 )
Einherji 4 - 3 Sindri
1-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('7 )
1-1 Inna Dimova ('25 )
2-1 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('27 )
2-2 Kiara Kilbey ('40 , Mark úr víti)
3-2 Borghildur Arnarsdóttir ('68 )
4-2 Sarai Vela Menchon ('88 )
4-3 Thelma Björg Gunnarsdóttir ('90 )
2. deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Haukar | 12 | 10 | 1 | 1 | 58 - 18 | +40 | 31 |
2. Völsungur | 12 | 9 | 2 | 1 | 44 - 7 | +37 | 29 |
3. KR | 12 | 9 | 2 | 1 | 48 - 12 | +36 | 29 |
4. Einherji | 12 | 7 | 2 | 3 | 30 - 18 | +12 | 23 |
5. ÍH | 12 | 7 | 1 | 4 | 50 - 23 | +27 | 22 |
6. Fjölnir | 12 | 6 | 2 | 4 | 35 - 17 | +18 | 20 |
7. KH | 12 | 5 | 1 | 6 | 19 - 34 | -15 | 16 |
8. Augnablik | 12 | 5 | 0 | 7 | 26 - 37 | -11 | 15 |
9. Sindri | 12 | 3 | 2 | 7 | 27 - 57 | -30 | 11 |
10. Dalvík/Reynir | 12 | 2 | 3 | 7 | 15 - 45 | -30 | 9 |
11. Álftanes | 12 | 2 | 2 | 8 | 25 - 37 | -12 | 8 |
12. Vestri | 12 | 2 | 2 | 8 | 11 - 40 | -29 | 8 |
13. Smári | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 - 50 | -43 | 2 |
Athugasemdir