Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 11:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku tilbúinn til að lækka launin um helming fyrir Napoli
Mynd: EPA
Greint var frá því í gær að SSC Napoli hafi náð samkomulagi við Romelu Lukaku um persónuleg kjör hjá félaginu, en Lukaku vill ólmur spila aftur undir stjórn Antonio Conte eftir frábæra tíma saman hjá Inter frá 2019 til 2021.

Napoli ætlar þó aðeins að kaupa Lukaku ef Victor Osimhen verður seldur í sumar, þar sem Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga en þarf fyrst að losa sig við framherja til að geta keypt Nígeríumanninn markaóða.

Lukaku hefur tekið ákvörðun um að bíða eftir Napoli sumar eftir að hafa samþykkt að lækka launin sín um rétt tæplega helming til að spila fyrir ítalska félagið.

Lukaku gaf munnlegt samþykki fyrir þriggja ára samningi við Napoli og nú þarf félagið að semja við Chelsea til að festa kaup á framherjanum öfluga.

Lukaku skoraði 21 mark í 47 leikjum að láni hjá AS Roma á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner