Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
María Catharína Gros til Linköping (Staðfest)
Mynd: Fortuna Sittard
María Catharína Ólafsdóttir Gros er gengin til liðs við sænska stórliðið Linköping eftir að hafa verið lykilleikmaður í sterku liði Fortuna Sittard í hollenska boltanum.

María er 21 árs gömul og ólst hún upp hjá Þór á Akureyri og lék fyrir Þór/KA í meistaraflokki áður en hún hélt erlendis í atvinnumennsku. Hún spilaði fyrir skoska stórveldið Celtic áður en hún hélt til Sittard.

Nú gerir María, sem er einnig með sænskan ríkisborgararétt, þriggja og hálfs árs samning við Linköping.

María á 33 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hefur ekki enn fengið tækifæri með ógnarsterku A-landsliði þrátt fyrir flottan árangur með félagsliðum í Evrópu. María getur enn valið á milli íslenska og sænska landsliðsins.

„Ég er mjög spennt fyrir að hafa skrifað undir samning við Linköping. Það hefur verið draumur minn frá æsku að spila í efstu deild kvenna hérna í Svíþjóð og ég er stolt að fyrsti samningur minn við sænskt félag sé við stórt og sögufrægt félag eins og Linköping," sagði María meðal annars við undirskriftina.

Linköping er í efri hluta sænsku deildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir, en liðið hefur verið í titilbaráttu undanfarin ár og vann síðast deildina árin 2016 og 2017.


Athugasemdir
banner
banner