Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Juventus reynir að klófesta ungstirni Barcelona
Mynd: Getty Images
Juventus ætlar að gera tilraun til þess að klófesta hinn unga Juan Miranda, leikmann Barcelona, áður enn að félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, er sagður vera á leið til Barcelona til þess að semja um kaup á Miranda.

Juan Miranda er 19 ára og spilar sem vinstri bakvörður. Hann þykir gríðarlega mikið efni en hann gekk í raðir Barcelona einungis fjórtán ára gamall frá Real Betis.

Miranda byrjaði fjóra leiki fyrir Barcelona á síðasta tímabili og meðal annars gegn Tottenaham í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í desember.

Afar ólíklegt þykir að Barcelona sé tilbúið í að selja Miranda og þá sérstaklega til Juventus en liðin eru keppinautar í Meistaradeildinni.

Fari svo að Miranda verði áfram hjá Barcelona verður hann lykilmaður hjá B-liði félagsins í vetur ásamt því að fá einhver tækifæri með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner