Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. september 2020 15:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Guðni er mættur til Bergen - Skrifar undir hjá Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn fjölhæfi Jón Guðni Fjóluson er lentur í Bergen í Noregi þar sem hann þarf að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við Brann.

Hinn 31 árs gamli Jón Guðni er án félags eftir að hafa spilað fyrir Krasnodar í Rússlandi síðustu tvö ár en þar áður var hann á mála hjá Norrköping og Sundsvall í Svíþjóð.

Jón Guðni á 17 keppnisleiki að baki fyrir íslenska landsliðið og verður mikill liðsstyrkur fyrir Brann sem er um miðja deild í norska boltanum, með 22 stig eftir 17 umferðir.

Hann nær ekki leik dagsins gegn Alfons Sampsted og félögum í toppliði Bodö/Glimt en allt ætti að vera frágengið fyrir leikinn gegn Kristiansund um næstu helgi.

Jón Guðni getur spilað sem miðvörður, miðjumaður og vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner