Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mán 20. september 2021 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan biðst afsökunar: Ekki í lagi
Kjartan Henry eftir að hann skoraði í gær.
Kjartan Henry eftir að hann skoraði í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið í gær eftir að hann sló Þórð Ingason, varamarkvörð Víkings, með krepptum hnefa.

Mikill hiti var á þessu augnabliki í leiknum, KR-ingar voru að leita að jöfnunarmarki og langt var liðið á uppbótartímann í leiknum. Þórður Ingason fékk einnig að líta rautt spjald og í kjölfarið fékk svo KR vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Sjá einnig:
„Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust"

Kjartan skrifaði Twitter-færslu núna í morgun og biðst hann afsökunar á hegðun sinni í gær.

„Lét kappið bera fegurðina ofurliði í gær, ásamt fleirum. Ekki í lagi og biðst aftur afsökunar á því. Mikill hiti og mikið undir," skrifaði Kjartan.

„Víkingar frábærir og óska þeim aftur alls hins besta," bætti Kjartan við í færslu sinni.


Athugasemdir
banner
banner