Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 20. september 2023 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Eiður Ben og Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Keflavík í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Eið Ben Eríksson aðstoðarþjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Mér fannst við góðir á boltann í fyrri hálfleik, afslappaðir og pressu lausir, kærulausir stundum. Í seinni hálfleik hafa þeir engu að tapa og fara í fulla pressu, eitthvað sem þeir hafa ekki verið að gera. Við héldum áfram að vera afslappaðir sem mér fannst þeir nýta sér," sagði Eiður Ben.

„Við vorum alltaf betra fótboltaliðið og skorum fjögur góð mörk en fengum tvö mörk á okkur. Mér fannst leikurinn heilt yfir ekki nógu góður af okkar hálfu, eigum að gera betur, sérstakelga varnarlega."

Eftir erfiða byrjun hjá Keflavík í dag unnu þeir sig vel inn í leikinn. Það kom Eiði ekki á óvart.

„Það er langt síðan þeir spiluðu og við gátum búið okkur undir það að þeir myndu liggja til baka til að byrja með en þegar þeir eru komnir 2-0 undir eftir fimm mínútur þurfa þeir auðvitað að gera eitthvað, þeir eru að falla."

Þrátt fyrir slakann varnarleik var Eiður gríðarlega ánægður með hugarfar leikmanna eftir tapið í bikarúrslitunum um síðustu helgi.

„Óvenju vel í rauninni, ég bjóst ekki við miklu. Ég bjóst við því að menn væru slegnir í jörðina, mikil vonbrigði síðustu helgi. Sem betur fer fundu menn einhverja hvatningu aftast í hausnum sem er jákvætt. Fullt af leikmönnum sem hafa eitthvað til að spila upp á, einhverjir að spila upp á nýjan samning, einhverjir upp á stoltið og einhverjir sem vilja bæta sig og spila meira út tímabilið, þeir sem hafa veirð í minna hlutverki," sagði Eiður.


Athugasemdir
banner