Víkingur getur orðið Íslandsmeistari í dag er liðið tekur á móti KR í Víkinni.
Víkingar eru með ellefu stiga forystu á Val fyrir leikinn og þurfa því sigur til þess að taka Íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn gegn KR hefst klukkan 19:15 á Víkingsvelli. KR-ingar þurfa sömuleiðis sigur til að eiga möguleika í baráttunni um Evrópusæti.
Í neðri hlutanum eigast KA og Keflavík við á Greifavelli klukkan 16:15. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið, en þó sérstaklega fyrir Keflavík sem er á botninum með 12 stig.
Úrslitakeppnin í Lengjudeild karla hefst þá en fyrri leikir undanúrslita fara fram í dag. Afturelding fær Leikni í heimsókn á meðan Fjölnir heimsækir Vestra.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
16:15 KA-Keflavík (Greifavöllurinn)
Lengjudeild karla - Umspil
16:30 Leiknir R.-Afturelding (Domusnovavöllurinn)
16:30 Vestri-Fjölnir (Olísvöllurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir