Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 20. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn með dómgæsluna í 1-0 tapinu gegn Vestra í umspili Lengjudeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn mættu á Ísafjörð og vildu halda 'núllinu', en Vestri var með aðrar hugmyndir og vann með marki Silas Songani í fyrri hálfleiknum.

„Jafn leikur sem gat dottið báðum megin. Einn 'cross' sem Silas gerir helvíti vel að koma honum réttum megin við stöngina, en annars lokaður leikur og 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit, en þeir náðu inn einu og það er hálfleikur í þessu einvígi og við erum bara brattir fyrir seinni leiknum.“

„Halda núllinu og taka fáa sénsa. Menn geta kallað þetta væl ef þeir vilja, en það er bara gríðarlega erfitt að spila með jörðinni á þessum velli og við brenndum okkur svakalega á því fyrir þremur vikum síðan og við ætluðum bara að passa markið okkar og reyna halda hreinu. Jafntefli hefði verið fínt og 1-0 er allt í lagi að vera undir í hálfleik þegar við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli,“
sagði Úlfur við Fótbolta.net.

Úlfur lýsti vonbrigðum sínum með dómgæsluna í leiknum. Hann vildi fá hendi, víti og rautt spjald á varnarmann Vestra á 60. mínútu leiksins. Taldi hann það fremur augljóst og segir þetta ólýsanlega pirrandi.

„Þessi leikur hefði að öllum líkindum farið jafntefli eða sigur fyrir okkur ef það hefði verið dæmt víti og rautt spjald þegar hann bjargar með hendi, varnarmaðurinn hjá þeim á 60. mínútu. Ég hugsa að þetta hafi verið 'reflex', en veit ekki hvort hann gerði þetta viljandi. Hann lyftir bara hendinni upp fyrir höfuðið á sér og tekur hann með hendinni. Ég skil ekki hvernig aðstoðardómari tvö og dómarinn sjá þetta ekki. Aðstoðardómari tvö er í beinni línu við þetta og maður er ný búinn að horfa á þennan bikarúrslitaleik og þetta er bara ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök. Þetta hefur gríðarleg áhrif á þetta einvígi að sleppa því að dæma víti og rautt spjald.“

Er dómari eftir í bransanum sem þorir að dæma hendi víti?

„Hugsanlega ekki. Við stjórnum þessu ekki og erum ekki sáttir, en vildum taka jafnteflið. 1-0 er allt í lagi í hálfleik, erum öflugir á heimavelli.“

Hann býst við allt öðruvísi leik á Extra-vellinum á sunnudag.

„Það verður allt öðruvísi. Það finnst öllum best heima hjá sér, en við erum með helvíti góðan völl og getum sýnt okkar réttu liti á heimavelli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner