Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 20. september 2023 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn með dómgæsluna í 1-0 tapinu gegn Vestra í umspili Lengjudeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn mættu á Ísafjörð og vildu halda 'núllinu', en Vestri var með aðrar hugmyndir og vann með marki Silas Songani í fyrri hálfleiknum.

„Jafn leikur sem gat dottið báðum megin. Einn 'cross' sem Silas gerir helvíti vel að koma honum réttum megin við stöngina, en annars lokaður leikur og 0-0 hefði verið sanngjörn úrslit, en þeir náðu inn einu og það er hálfleikur í þessu einvígi og við erum bara brattir fyrir seinni leiknum.“

„Halda núllinu og taka fáa sénsa. Menn geta kallað þetta væl ef þeir vilja, en það er bara gríðarlega erfitt að spila með jörðinni á þessum velli og við brenndum okkur svakalega á því fyrir þremur vikum síðan og við ætluðum bara að passa markið okkar og reyna halda hreinu. Jafntefli hefði verið fínt og 1-0 er allt í lagi að vera undir í hálfleik þegar við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli,“
sagði Úlfur við Fótbolta.net.

Úlfur lýsti vonbrigðum sínum með dómgæsluna í leiknum. Hann vildi fá hendi, víti og rautt spjald á varnarmann Vestra á 60. mínútu leiksins. Taldi hann það fremur augljóst og segir þetta ólýsanlega pirrandi.

„Þessi leikur hefði að öllum líkindum farið jafntefli eða sigur fyrir okkur ef það hefði verið dæmt víti og rautt spjald þegar hann bjargar með hendi, varnarmaðurinn hjá þeim á 60. mínútu. Ég hugsa að þetta hafi verið 'reflex', en veit ekki hvort hann gerði þetta viljandi. Hann lyftir bara hendinni upp fyrir höfuðið á sér og tekur hann með hendinni. Ég skil ekki hvernig aðstoðardómari tvö og dómarinn sjá þetta ekki. Aðstoðardómari tvö er í beinni línu við þetta og maður er ný búinn að horfa á þennan bikarúrslitaleik og þetta er bara ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök. Þetta hefur gríðarleg áhrif á þetta einvígi að sleppa því að dæma víti og rautt spjald.“

Er dómari eftir í bransanum sem þorir að dæma hendi víti?

„Hugsanlega ekki. Við stjórnum þessu ekki og erum ekki sáttir, en vildum taka jafnteflið. 1-0 er allt í lagi í hálfleik, erum öflugir á heimavelli.“

Hann býst við allt öðruvísi leik á Extra-vellinum á sunnudag.

„Það verður allt öðruvísi. Það finnst öllum best heima hjá sér, en við erum með helvíti góðan völl og getum sýnt okkar réttu liti á heimavelli,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner