Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 20. september 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Mar spáir í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins
Sverrir Mar Smárason.
Sverrir Mar Smárason.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss.
Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason hefur verið ansi getspakur þegar hann hefur spáð fyrir um úrslit í Fótbolti.net bikarnum á síðustu vikum.

Núna er komið að undanúrslitunum en svona spáir hann leikjunum tveimur:

Selfoss 3 - 1 Árbær
Selfoss liðið er besta lið keppninnar. Þeir enduðu efstir í 2.deildinni, voru sannfærandi þar og ég held að þeir fari sannfærandi í úrslitin í þessum bikar. Bjarni Jó er málmakall. Gonzi skorar að minnsta kosti tvö mörk og það verður nóg að gera hjá klippiteyminu að redda honum klippunum fyrir grammið. Gunnar Oddur dæmir umdeilt víti fyrir Selfoss og fær fleiri skilaboð frá Badda Borgars langt fram í desember vegna þess.

KFA 1 - 2 Tindastóll
Já, ég spái því að fjórðudeildarlið Tindastóls bjóði upp á annað Cupset. Þeir fóru eftirminnilega í gegnum Káramenn í 8-liða. Mér fannst KFA það andlausir á móti Völsungi í lokaumferð 2.deildar að það verður ekki séns fyrir þá að rífa sig nægilega í gang fyrir þennan leik. Tindastólsliðið búið að bíða eftir þessum leik í nokkrar vikur og þar verður gír. 1-1 lengi vel en Skagamaðurinn Konni Freyr skorar úr víti á 88. mínútu.
Leiðin á Laugardalsvöll - Stórskemmtilegt fyrirbæri
Athugasemdir
banner
banner
banner