Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist geta fundið áhugamenn sem spila eins og Maguire
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Fyrrum hollenski miðjumaðurinn Rafael van der Vaart virðist ekki hafa mikið álit á miðverðinum Harry Maguire hjá Manchester United.

Man Utd borgaði Leicester 80 milljónir punda og gerði Maguire að dýrasta varnarmanni sögunnar síðastliðið sumar.

Maguire hefur litið ágætlega út í búningi Manchester United, en Van der Vaart, sem er fyrrum miðjumaður Ajax, Tottenham og Real Madrid, er ekki hrifinn af honum.

„Þegar ég fer og horfi á áhugamannalið þá get ég fundið þrjá leikmenn sem geta spilað eins og hann (Maguire)," sagði Van der Vaart við Ziggo Sport.

„Við erum að tala um mann sem var keyptur á 90 milljónir evra (80 milljónir punda). Ef hann er þessi virði, þá er Van Dijk 300 milljón evra virði."

Van der Vaart hefur áður gagnrýnt hinn 26 ára gamla Maguire. Eftir 3-1 tap Englands gegn Hollandi í Þjóðadeildinni sagði Van der Vaart að Maguire væri versti leikmaður Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner