Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 20. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Bernard vill ekki fara frá Everton
Brasilíski kantmaðurinn Bernard hefur hafnað tilboði frá Al Hilal í Sádi-Arabíu.

Bernard er aftarlega í goggunarröðinni hjá Everton eftir að Carlo Ancelotti keypti marga nýja leikmenn í sumar.

Bernard er hins vegar staðráðinn í að berjast fyrir sæti sínu hjá Everton og því hafnaði hann tilboði frá Al Hilal.

Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur ekki komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur leikið tvo leiki í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner