Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. nóvember 2020 08:30
Victor Pálsson
Olla framlengir við Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin efnilega Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Val í efstu deild kvenna hér heima.

Þetta kom fram í tilkynningu Vals í gær en Ólöf er aðeins 17 ára gömul og þykir mjög efnileg.

Olla eins og hún er yfirleitt kölluð var lánuð til Þróttar R. í sumar og skoraði þar sex mörk í 14 leikjum í efstu deild.

Olla lék áður með ÍA á láni í þá Inkasso-deildinni og á að baki einn leik með Val í efstu deild sem kom árið 2018.

Tilkynning Vals:

Olla framlengir við Val

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Val.

Olla sem er 17 ára og uppalin hjá Val lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2018.

Síðasta tímabil var Olla lánuð til Þróttar, lék 14 leiki í efstu deild og skoraði 6 mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner