Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í varnarlínu AC Milan sem gerði 3-3 jafntefli við Como í efstu deild ítalska boltans í dag.
Milan komst í tveggja marka forystu í tvígang en gestunum frá Como tókst að jafna undir lok uppbótartímans.
Milan er með 13 stig eftir 9 umferðir á meðan Como situr í næstneðsta sæti með 6 stig.
Alexandra Jóhannsdóttir kom þá inn af bekknum í markalausu jafntefli Fiorentina gegn Inter.
Alexandra kom inn á 18. mínútu þegar Sarah Huchet þurfti að fara meidd af velli.
Henni tókst þó ekki að skora og horfði Anna Björk Kristjánsdóttir á leikinn af varamannabekk Inter.
Fiorentina er í þriðja sæti með 19 stig og Inter er með 18 stig.
Milan 3 - 3 Como
Fiorentina 0 - 0 Inter
Athugasemdir