Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. nóvember 2022 06:00
Elvar Geir Magnússon
Sá sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti fékk heiðursskiptingu
Mynd: Getty Images
Tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir hefur lagt flautuna á hilluna en hann hefur verið í hópi bestu dómara heims um nokkurt skeið.

Með sérstöku leyfi FIFA dæmdi Cakir fyrstu fimm mínúturnar í vináttulandsleik Tyrklands og Tékklands í gær áður en hann fékk sérstaka heiðursskiptingu í sínum síðasta leik.

Cakir dæmdi fjölmarga stórleiki á 20 ára dómaraferli sínum, þar á meðal úrslitaleik Juventus og Barcelona í Meistaradeildinni 2015.

Á HM 2014 dæmdi hann meðal annars undanúrslitaleik Hollands og Argentínu.

Á EM 2016 dæmdi hann fyrsta leik Íslands á stórmóti, 1-1 jafnteflisleikinn gegn Portúgal.


Athugasemdir
banner
banner