Manchester United skoðar það að fá franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann frá Atlético Madríd í janúar en þetta segir spænska blaðið El Nacional.
Frakkinn hefur komið að þrettán mörkum í sextán leikjum sínum með Atlético á tímabilinu, en þessi 32 ára gamli leikmaður er falur fyrir tombóluverð.
Hann er með 22 milljóna punda klásúlu í samningi sínum og er Man Utd sagt reiðubúið að virkja hana.
Félagið er til í að þrefalda laun hans og myndi hann því fá um 350 þúsund pund í vikulaun hjá enska félaginu.
Griezmann er sagður efstur á blaði hjá United og samkvæmt El Nacional hafa fulltrúar frá United þegar ferðast til Spánar til að ræða við föruneyti franska sóknarmannsins.
Athugasemdir