Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. desember 2022 00:12
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki sanngjarnt að Man City sé með Alvarez og Haaland"
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas segir það ekki sanngjarnt að Manchester City sé með þá Julian Alvarez og Erling Braut Haaland í fremstu víglínu.

Man City keypti Alvarez frá River Plate í byrjun árs en hann gekk formlega í raðir félagsins í sumar.

Haaland fylgdi svo á eftir en Alvarez var einn heitasti framherji Argentínu á meðan Haaland var þegar með bestu framherjum heims.

Norski sóknarmaðurinn hefur verið að tæta í sig ensku úrvalsdeildina á þessari leiktíð og þá spilaði Alvarez frábærlega á HM er Argentína vann mótið.

Fabregas, sem spilar í dag með Como á Ítalíu, segir þetta ekki sanngjarnt að Man City sé með tvo af bestu framherjum heims.

„Það er ekki sanngjarnt að Man City sé með bæði Alvarez og Haaland. Er það nokkuð?“ sagði hann á Twitter.

Alvarez hefur fengið minni spiltíma hjá Man City vegna Haaland en nú gæti Pep Guardiola þurft að finna meira pláss fyrir argentínska leikmanninn.


Athugasemdir
banner