Tyrkneski miðvörðurinn Caglar Söyuncu mun ganga í raðir Atlético Madríd í sumar á frjálsri sölu frá Leicester. Spænskir miðlar greina frá þessum fregnum í kvöld.
Söyuncu, sem er 26 ára gamall, kom til Leicester frá Freiburg fyrir fjórum árum og tók sér ekki langan tíma í að koma sér vel fyrir og var með bestu varnarmönnum deildarinnar fyrstu árin.
Hann hefur lítið spilað á þessari leiktíð og í raun aðeins einn deildarleik þar sem hann spilaði 72 mínútur í tapi gegn Manchester City.
Söyuncu verður samningslaus á næsta ári og fullyrða spænskir miðlar að hann sé búinn að gera samkomulag um að ganga í raðir Atlético Madríd á næsta ári.
Tyrkinn hafnaði samningstilboði Leicester og mun nú flytjast til Spánar en Atlético missir nokkra varnarmenn næsta sumar og er nú verið að fylla í götin.
Athugasemdir