Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 21. janúar 2021 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson fjarverandi vegna meiðsla
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ekki með í leikmannahópi liðsins fyrir heimaleik kvöldsins gegn Burnley.

Henderson er öflugur miðjumaður en hefur verið að spila sem miðvörður að undanförnu vegna meiðslavandræða í varnarlínu Liverpool.

Ian Doyle, ritstjóri hjá Liverpool Echo, greinir frá því að Henderson sé að glíma við meiðsli í nára. Ekki er ljóst hversu alvarleg þau eru.

Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum tekur við fyrirliðabandinu gegn Burnley, en tími hans hjá Liverpool er líklegast á enda. Wijnaldum verður samningslaus næsta sumar og mun þá skipta yfir til Barcelona í spænska boltanum.

Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara byrja við hlið Wijnaldum á miðjunni gegn Burnley.
Athugasemdir