Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 13:53
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar í hóp hjá Bologna í ítölsku A-deildinni
Andri Fannar Baldursson í leik með U19 landsliðinu.
Andri Fannar Baldursson í leik með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn afar efnilegi Andri Fannar Baldursson er í leikmannahópi Bologna sem mætir Udinese í ítölsku A-deildinni á morgun.

Þetta er í annað sinn sem þessi 18 ára leikmaður er í aðalliðshópi Bologna en hann var í hópnum gegn Sampdoria fyrir áramót en kom ekki við sögu í leiknum.

Bologna er í tíunda sæti deildarinnar.

„Boltinn sem er spilaður hér er skemmtilegur. Það er mikið lagt upp úr leikskipulagi, Ítalinn er með öll smáatriði á hreinu. Mikið pælt í útfærslum á hornspyrnum og aukaspyrnum og það er vel æft á æfingum fyrir leiki. Það er lagt upp með að geta haldið boltanum og þá þarf að geta varist skyndisóknum og beitt þeim. Allt mjög fjölbreytt." sagði Andri Fannar í viðtali við Fótbolta.net í nóvember.

Bologna fékk Andra Fannar frá Breiðabliki í fyrra.

„Það voru fimm lið sem vildu fá mig um þetta leyti. Ég ákvað að kíkja á SPAL því það hentaði vel að geta gist hja Íslendingum. Það var þar sem Bologna sá mig. SPAL gerði einnig tilboð í mig en Breiðablik hafnaði því tilboði." sagði Andri í áðurnefndu viðtali.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner