Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 09:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd reynir aftur við Kane - Alonso fer ekki neitt
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Allt það helsta úr slúðurheiminum tekið saman af BBC. Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu


Liverpool hefur áhuga á Marc Guehi, 23 ára varnarmanni Crystal Palace. (Telegraph)

Victor Osimhen, 25, leikmaður Napoli, Marcus Rashford, 26, leikmaður Man Utd og Gavi, 19, leikmaður Barcelona eru allir á óskalista PSG fyrir sumargluggann. (inews)

PSG og Nasser Al-Khelaifi forseti félagsins hafa lengi dáðst að Rashford. (MEN)

Simon Rolfes yfirmaður íþróttamála hjá Leverkusen segir að hann sé viss um að Xabi Alonso verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Liverpool og Bayern Munchen. (Mirror)

Man Utd og Liverpool eru meðal nokkurra liða í úrvalsdeildinni sem hafa áhuga á Ederson, varnarsinnuðum miðjumanni Atalanta. Arsenal, Newcastle og Tottenham eru einnig meðal liða sem eru að fylgjast með þessum 24 ára gamla Brasilíumanni. (Gazzetta dello Sport)

Juventus hefur einnig áhuga á Ederson en félagið hefur ákveðið að Teun Koopmeiners samherji Ederson verði þeirra helsta skotmark í sumar. (Gazzetta dello Sport)

Man Utd hefur áhuga á Gleison Bremer, 26, varnarmanni Juventus en hann er metinn á 70 milljónir evra. (Calciomercato)

Tony Khan stjórnarmaður Fulham segir að félagið muni íhuga tilboð í Joao Palhinha, 28, sem 'meika sens'. (Talksport)

Barcelona mun þurfa að selja leikmenn í sumar til að ná launatölunum niður um 57 milljónir punda. (Sun)

Man Utd íhugar að reyna aftur við Harry Kane, 30, framherja Bayern og Frenkie de Jong, 26, miðjumann Barcelona í sumar. (Football Transfers)

De Jong hefur hins vegar hafnað orðrómum um að hann gæti farið frá Barcelona í sumar og segist reiður yfir slúðursögunum. (Evening Standard)

Aston Villa undirbýr tilboð í Oscar Gloukh miðjumann RB Salzburg. Tilboðið mun hljóða upp á 20 milljónir evra en þessi 19 ára gamli Ísraeli er einnig orðaður við Man Utd, Arsenal, Liverpool, Newcastle og Barcelona. (Ekrem Konur)

Sheffield Wednesday, Bolton og Peterborough eru að skoða það að fá Ravel Morrison, 31, sem er laus allra mála frá DC United. (Teamtalk)


Athugasemdir
banner
banner
banner