Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. mars 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír leikmenn Portsmouth með kórónuveiruna
Portsmouth er í ensku C-deildinni.
Portsmouth er í ensku C-deildinni.
Mynd: Getty Images
Þrír leikmenn Portsmouth, sem er í ensku C-deildinni, hafa greinst með kórónuveiruna. Leikmennirnir sem um ræðir eru James Bolton, Andy Cannon og Sean Raggett.

Í tilkynningu félagsins segir að leikmennirnir þrír séu núna í einangrun.

Allir leikmenn og starfsmenn aðalliðsins fóru í próf út af kórónuveirunni í þessari viku en félagið bíður enn eftir um helmingi af niðurstöðum úr þeim prófum.

„Allir þrír leikmennirnir eru hressir og fullkomlega rólegir," sagði Mark Catlin, framkvæmdastjóri Portsmouth. „Þeir eru með mild eða jafnvel engin einkenni."

Leikmenn og starfsmenn Portsmouth voru prófaðir vegna leik þeirra gegn Arsenal í FA-bikarnum í byrjun þessa mánaðar. Nokkrir leikmenn Arsenal komust í nálægð við Evangelos Marinakis, eiganda Olympiakos, að kvöldi leik liðanna í Evrópudeildinni. Marinakis, sem er einnig eigandi Nottingham Forest á Englandi, staðfesti að hann væri með kórónuveiruna 10. mars.

Nokkrum dögum síðar var Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindur með veiruna, en sagt var að smit Arteta tengdist ekki Marinakis.


Athugasemdir
banner
banner