Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 21. mars 2021 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ótrúlegt aukaspyrnumark í Frakklandi
Nantes tók á móti Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á þessum ágæta sunnudegi.

Það er kannski ekki mikið frásögur færandi á íslenskri fótboltavefsíðu, fyrir utan það að það var magnað mark skorað í leiknum.

Nantes tók forystuna á annarri mínútu en Lorient jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Jöfnunarmark Lorient gerði Armand Laurienté beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnan var líklega af um 40 metra færi.

Ótrúlegt mark en það má sjá með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner