Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Efnilegur táningur látinn eftir höfuðmeiðsli á Spáni
Mynd: Bayern
Kínverski miðvörðurinn Guo Jiaxuan hefur verið úrskurðaður látinn eftir sex vikna baráttu fyrir lífi sínu á spítala.

Guo féll í dá 6. febrúar eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í æfingaleik U20 liðs Beijing Guoan gegn RC Alcobendas í Madríd. Hann var færður til Peking og lést að lokum þar.

Guo var aðeins 18 ára gamall þegar hann féll í dá og hefði fagnað 19 ára afmæli sínu í gær, 20. mars. Hann var úrskurðaður látinn degi fyrir afmælisdaginn, 19. mars 2025.

Fjölskylda hans er ósátt með hvernig yfirvöld hafa sinnt máli Guo og krefst skýringa og réttlætis. Hún sakar fótboltasambandið í Peking meðal annars um að leyna upplýsingum um sjúkrameðferð Guo.

Þýska stórveldið FC Bayern er meðal þeirra sem hafa sent samúðarkveðjur á fjöklskyldu Guo. Táningurinn var partur af sérstökum heimshópi Bayern fyrir tveimur árum síðan, þar sem efnilegir leikmenn frá öllum heimshornum fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr.
Athugasemdir
banner
banner
banner