Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvö félög komu í veg fyrir breytt fyrirkomulag á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnti fyrr í mars áform ÍTF um breytt fyrirkomulag í íslensku deildunum þar sem „flutningur" á yngri leikmönnum yrði leyfður milli félaga.

Stefnt var að því að þetta fyrirkomulag yrði í gildi í sumar en Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, staðfestir við Fótbolta.net að svo verði ekki þar sem tvö félög, eitt í Lengjudeild og eitt í 2. deild væru mótfallin þessu fyrirkomulagi. Hvaða félög það eru var ekki gefið upp. Hann nefnir einnig að 3-4 félög neðar en í 2. deild hafi verið mótfallin fyrirkomulaginu.

Uppfært 22:25: Upphaflega var sagt að félög í Bestu deildinni, efstu deild, hefðu verið mótfallin fyrirkomulaginu, en þar var ekki rétt haft eftir Birgi.

Birgir segir að í stað þess að reyna koma þessu í loftið, og eiga á hættu að félögin kæri fyrstu leikina, sé stefnan að vinna í þessu áfram og leggja fyrir næsta ársþing. Þá munu félögin kjósa um hvort þetta fyrirkomulag verði tekið í gagnið eða ekki.

Fyrirkomulagið í stuttu máli:
Félag mætti hafa fimm unga leikmenn, fjóra útileikmenn og einn markmann, á lista og finna svo hentugt félag til að fara í samstarf með varðandi hvern og einn leikmann.

Ekki væri um eiginlegt lán á leikmanni að ræða, því leikmaðurinn mætti fara úr félagi A (félag sem leikmaður er samningsbundinn) í félag B (félag í neðri deild sem fær leikmanninn) eins oft og félag A vill. Leikmaðurinn mætti þess vegna spila með liði A annan daginn og svo liði B hinn daginn, án þess að hafa félagaskipti.

Nánar um fyrirkomulagið í hlekknum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner