Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Þægilegt fyrir Englendinga
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru sex leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld, þar sem England lagði Albaníu að velli í fyrsta leik Thomas Tuchel við stjórnvölinn.

Bakvörðurinn ungi Myles Lewis-Skelly skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir glæsilegan undirbúning frá Jude Bellingham og innsiglaði Harry Kane sigurinn í síðari hálfleik með góðu marki eftir sendingu frá Declan Rice.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir England sem var við fulla stjórn allan tímann og gaf engin færi á sér.

Robert Lewandowski skoraði þá eina mark leiksins er Pólland sigraði á heimavelli gegn Litháen á meðan Rúmenía tapaði óvænt heimaleik gegn Bosníu, þar sem Armin Gigovic skoraði eina markið eftir undirbúning frá Sead Kolasinac snemma leiks. Rúmenar voru sterkari aðilinn en tókst ekki að jafna metin.

Fjarskyldir frændur okkar frá Finnlandi sigruðu þá í Möltu þökk sé marki frá Oliver Antman, Lettland hafði betur í Andorru og Kýpur lagði smáþjóð San Marínó að velli.

England 2 - 0 Albanía
1-0 Myles Lewis-Skelly ('20 )
2-0 Harry Kane ('77 )

Malta 0 - 1 Finnland
0-1 Oliver Antman ('38 )
Rautt spjald: Kurt Shaw, Malta ('78)

Pólland 1 - 0 Litháen
1-0 Robert Lewandowski ('81 )

Rúmenía 0 - 1 Bosnía
0-1 Armin Gigovic ('14 )

Kýpur 2 - 0 San Marínó
1-0 Ioannis Pittas ('55 )
2-0 Andronikos Kakoulis ('86 )

Andorra 0 - 1 Lettland
0-1 Dario Sits ('58 )

Athugasemdir
banner
banner
banner