Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 21. apríl 2021 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Aston Villa og Man City: Pep gerir átta breytingar
Aston Villa og Manchester City eigast við í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fer fram á Villa Park. Pep Guardiola gerir átta breytingar frá tapinu gegn Chelsea í enska bikarnum.

Dean Smith gerir eina breytingu á liði Villa. Jacob Ramsey kemur inn fyrir Trezeguet.

Ederson, Kyle Walker, John Stones, Ilkay Gundogan, Oleksandr Zinchenko, Bernardo Silva, Riyad Mahrez og Phil Foden koma allir aftur inn í byrjunarlið City.

Kevin de Bruyne meiddist gegn Chelsea og er ekki með í dag en Ilkay Gündogan er fyrirliði.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Targett, Nakamba, Douglas Luiz, Ramsey, McGinn, Traore, Watkins

Man City: Ederson, Walker, Dias, Stones, Zinchenko, Gündogan (C), Rodrigo, Bernardo, Mahrez, Foden, Jesus
Athugasemdir