Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 21. apríl 2024 20:07
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ekkert ánægður með hvernig þetta þróaðist í seinni hálfleiknum. Mér fannst óþarfi að missa þetta svona niður og missa hugrekkið og kraftinn. Þeir refsa okkur hrikalega Skagamennirnir og gerðu það bara hrikalega vel sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir slæmt 5 - 1 tap gegn ÍA í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Ef maður reynir að taka eitthvað jákvætt út úr þessu að þá fannst mér við spila feykivel í fyrri hálfleik og þannig séð yfirburðir inni á vellinum. En samt skora þeir mark, svona gegn gangi leiksins fannst mér, sennilega úr þeirra fyrstu sókn. Við fáum svo rautt á okkur sem var bara sanngjarnt.

Mér fannst samt vera möguleiki á að koma til baka og stilla því þannig upp að við gætum haldið áfram að pressa og slíkt og eitthvað sem við ætluðum að gera í seinni hálfleik en við þurftum að gera breytingar í seinni hálfleik, Orri slæmur í bakinu þannig að við tókum hann útaf . 

Við erum ánægðir með fyrstu tvo leikina og fyrri hálfleikinn og þurfum að byggja á því og taka það jákvæða með okkur. Við gleymum þessum og reynum að læra af þessu og koma sterkari til baka. 

Ungur strákur, Theodór Ingi sem er fæddur 2006 spilaði 20 mínútur í síðasta leik og aftur í dag og skorar sitt fyrsta mark, það hlýtur að vera ánægjulegt. 

Bara frábært. Það er það sem Fylkir gengur út á. Fleiri að spila sína fyrstu leiki í efstu deild, Stefán og Aron Snær og það er bara jákvætt. 

Það er stefnan hjá Fylki, að láta unga leikmenn spila í stað þess að taka erlenda leikmenn.

Já þetta er þriðja árið sem við ákváðum að taka þann pól í hæðina höfum bullandi trú á þessum strákum.

Nánar er rætt  við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvernig var að spila inni í Akraneshöllinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner