Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   sun 21. apríl 2024 20:07
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ekkert ánægður með hvernig þetta þróaðist í seinni hálfleiknum. Mér fannst óþarfi að missa þetta svona niður og missa hugrekkið og kraftinn. Þeir refsa okkur hrikalega Skagamennirnir og gerðu það bara hrikalega vel sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir slæmt 5 - 1 tap gegn ÍA í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Ef maður reynir að taka eitthvað jákvætt út úr þessu að þá fannst mér við spila feykivel í fyrri hálfleik og þannig séð yfirburðir inni á vellinum. En samt skora þeir mark, svona gegn gangi leiksins fannst mér, sennilega úr þeirra fyrstu sókn. Við fáum svo rautt á okkur sem var bara sanngjarnt.

Mér fannst samt vera möguleiki á að koma til baka og stilla því þannig upp að við gætum haldið áfram að pressa og slíkt og eitthvað sem við ætluðum að gera í seinni hálfleik en við þurftum að gera breytingar í seinni hálfleik, Orri slæmur í bakinu þannig að við tókum hann útaf . 

Við erum ánægðir með fyrstu tvo leikina og fyrri hálfleikinn og þurfum að byggja á því og taka það jákvæða með okkur. Við gleymum þessum og reynum að læra af þessu og koma sterkari til baka. 

Ungur strákur, Theodór Ingi sem er fæddur 2006 spilaði 20 mínútur í síðasta leik og aftur í dag og skorar sitt fyrsta mark, það hlýtur að vera ánægjulegt. 

Bara frábært. Það er það sem Fylkir gengur út á. Fleiri að spila sína fyrstu leiki í efstu deild, Stefán og Aron Snær og það er bara jákvætt. 

Það er stefnan hjá Fylki, að láta unga leikmenn spila í stað þess að taka erlenda leikmenn.

Já þetta er þriðja árið sem við ákváðum að taka þann pól í hæðina höfum bullandi trú á þessum strákum.

Nánar er rætt  við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvernig var að spila inni í Akraneshöllinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner