Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   sun 21. apríl 2024 20:07
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er ekkert ánægður með hvernig þetta þróaðist í seinni hálfleiknum. Mér fannst óþarfi að missa þetta svona niður og missa hugrekkið og kraftinn. Þeir refsa okkur hrikalega Skagamennirnir og gerðu það bara hrikalega vel sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir slæmt 5 - 1 tap gegn ÍA í dag í þriðju umferð Bestu deildar karla. 


Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Ef maður reynir að taka eitthvað jákvætt út úr þessu að þá fannst mér við spila feykivel í fyrri hálfleik og þannig séð yfirburðir inni á vellinum. En samt skora þeir mark, svona gegn gangi leiksins fannst mér, sennilega úr þeirra fyrstu sókn. Við fáum svo rautt á okkur sem var bara sanngjarnt.

Mér fannst samt vera möguleiki á að koma til baka og stilla því þannig upp að við gætum haldið áfram að pressa og slíkt og eitthvað sem við ætluðum að gera í seinni hálfleik en við þurftum að gera breytingar í seinni hálfleik, Orri slæmur í bakinu þannig að við tókum hann útaf . 

Við erum ánægðir með fyrstu tvo leikina og fyrri hálfleikinn og þurfum að byggja á því og taka það jákvæða með okkur. Við gleymum þessum og reynum að læra af þessu og koma sterkari til baka. 

Ungur strákur, Theodór Ingi sem er fæddur 2006 spilaði 20 mínútur í síðasta leik og aftur í dag og skorar sitt fyrsta mark, það hlýtur að vera ánægjulegt. 

Bara frábært. Það er það sem Fylkir gengur út á. Fleiri að spila sína fyrstu leiki í efstu deild, Stefán og Aron Snær og það er bara jákvætt. 

Það er stefnan hjá Fylki, að láta unga leikmenn spila í stað þess að taka erlenda leikmenn.

Já þetta er þriðja árið sem við ákváðum að taka þann pól í hæðina höfum bullandi trú á þessum strákum.

Nánar er rætt  við Rúnar Pál í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um hvernig var að spila inni í Akraneshöllinni í dag.


Athugasemdir