Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. maí 2020 14:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða leikmenn verða mikilvægastir í Pepsi Max-kvenna?
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir fór úr ÍBV í FH.
Sigríður Lára Garðarsdóttir fór úr ÍBV í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Heimavellinum í gær fóru Hulda, Mist og Kristbjörg yfir sína spá fyrir sumarið í Pepsi Max-deild kvenna.

Meðfram spá um lokastöðu tímabilsins veltu þær því fyrir sér hvaða leikmenn yrðu mikilvægastar fyrir sín lið í sumar.

Hægt er að hlusta á umræðuna í Podcast veitum og í spilaranum hér neðar í fréttinni.

1. Breiðablik:
Bára: „Ég segi Rakel Hönnudóttir. Hún er þannig leikmaður að það er alltaf eins og hún sé að gefa 150 prósent. Hún getur spilað fleiri en eina stöðu, hún er leiðtogi og ég held að hún muni hafa mikið um þetta segja."

Mist: „Ég ætla að nefna kollega hennar á miðjunni, Hildi Antonsdóttur. Hún er frábær box-to-box leikmaður og geggjaður baráttujaxl sem getur gert svo mikið í báðar áttir. Mér finnst hún vera vaxandi."

Bára: „Ég skrifaði þær báðar niður og valdi svo á milli þannig að við erum á sömu blaðsíðu með þetta."

Hulda: „Svo erum við með konu þarna sem hefur unnið gullskóinn tvö ár í röð, hana Berglindi (Björg Þorvaldsdóttur). Núna er Sveindís (Jane Jónsdóttir) komin þannig að maður þyrfti kannski ekki að setja Berglindi fyrst á blað og maður myndi frekar taka eins og Hildi eða Rakel. Þær eru með margar frábærar."

Mist: „Ég held nú enn að Berglind sé að fara að taka þennan gullskó."

2. Valur:
Mist: „Ég ætla að segja Elín Metta (Jensen). Hún þarf að eiga jafn gott ef ekki betra tímabil en í fyrra."

Bára: „Ég setti Elínu líka en miðað við umræðuna og það sem við erum búnar að segja þá held ég að Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) sé alveg jafn mikilvæg þegar kemur að því að halda miðsvæðinu. Þær eru með fullt af sóknarmöguleikum. Ég segi Elín Metta, en Adda kemur þar á eftir."

Hulda: „Ég var búin að segja Elín Metta, en ég tek undir með Báru að Adda skiptir miklu máli á miðjunni sem karakter og að öskra þetta lið áfram.

3. Selfoss:
Mist: „Dagný (Brynjarsdóttir) er fyrst á blað hjá mér."

Bára: „Þú færð stig ef það fer 0-0 þannig að ég segi Anna Björk. Hún var stór hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, hún er með mikla reynslu að vera í stóru hlutverki og ég held að hún sé ótrúlega mikilvæg. Það eru meiri möguleikar fram á við."

Hulda: „Hún er að fara að spila kannski með Áslaugu Dóru sem er ung og efnileg. Það getur gefið Áslaugu mikið að spila með leikmanni eins og Önnu."

4. Fylkir:
Mist: „Fyrir mér er það fyrirliðinn Berglind Rós (Ágústsdóttir). Hún er reynslubolti og hefur heilt yfir verið þeirra besti leikmaður síðustu ár."

Bára: „Hjá mér er það Cecilía (Rán Rúnarsdóttir)."

Hulda: „Þetta verður stórt tímabil fyrir hana. Ég var búinn að skrifa Cecilía."

Bára: „Ég hugsa að hún verði ekki slakari en í fyrra. Miðað við hvað hún er búin að vera að vaxa og fá tækifæri með A-landsliðinu. Hún er dugleg og mjög flottur karakter, mér finnst hún mjög flott og ég held að hún verði mjög mikilvæg fyrir þær í sumar."

5. KR:
Hulda: „Ef maður pælir í hver er mikilvægust í liðinu þá finnst mér það Katrín Ásbjörns, en hún er að koma til baka eftir barneignir. Ana Victoria Cate er að koma til baka eftir höfuðhögg og barneignir."

Mist: „Katrín Ómars er mín mikilvægasta kona í Vesturbænum. Hún er fáránlega góð í fótbolta og hún getur gert alls konar."

Bára: „Ég á erfitt með negla niður hver er mikilvægust. Ég hef svakalegar áhyggjur af þessu liði sóknarlega. Ég ætla að skila auðu. Katrín Ómars liggur beinast við, en að sama skapi þá átti hún leiki í fyrra þar sem maður vildi að hún myndi stíga upp. Sennilega er hún mikilvægust. Ef hún er góð, þá er liðið gott."

Mist: „Hún er að fá Láru Kristínu (Pedersen) með sér. Hún er ekki búin að vera með svona góðan miðjumenn með sér síðustu tímabil. Ég held að það samband verði farsælt. Svo ertu með annað tæknitröll í Þórdísi Hrönn (Sigfúsdóttur).

6. Þór/KA
Mist: „Arna Sif (Ásgrímsdóttir). Hún er þvílíkur leiðtogi og geggjaður leikmaður. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af henni og hún er síðasti leikmaðurinn sem ég myndi vilja dekka í föstum leikatriðum."

Bára: „Ég er sammála. Ég er líka spennt að sjá hvernig Karen María (Sigurgeirsdóttir) spilar á þessu tímabili."

Mist: „Hún og leikmaður eins og Margrét Árna hafa verið að standa sig vel, en hafa alltaf verið í kringum Mayor og þessar stjörnur. Sýnið okkur hvað þið getið stelpur."

7. Stjarnan
Allar: „Anna María (Baldursdóttir)."

Bára: „Hún er svo mikilvæg því hún er Stjörnumanneskja, hún ólst upp þarna og það er ákveðin virðing fyrir henni. Ég held að hún verði svo mikilvæg fyrir hópinn í heild innan sem utan vallar. Fyrir mér er hún alltaf mikilvægust."

Mist: „En hverjar eruð þið spenntar fyrir að sjá spila?

Bára: „Ég er ferlega spennt að sjá hvernig Hildigunnur (Ýr Benediktsdóttir) stendur sig núna miðað við hvernig hún fór á skrið í röð. Mig langar að sjá meira af Jönu Sól (Valdimarsdóttur) heilli því hún var mikið að detta út vegna meiðsla í fyrra."

Hulda: „Ég er sammála, Hildigunnur, það verður gaman að sjá hana í sumar."

8. FH
Mist: „Sísí (Sigríður Lára Garðarsdóttir) verður að vera mikilvægust. Það er pressa á henni að vera það og hún vill það."

Bára: „Ég hugsa að hún sé mikilvægust, ég held að það sé rétt."

Hulda: „Hún er búin að spila 20 A-landsleiki, ætlar hún ekki að komast aftur í landsliðið?"

Mist: „Það hlýtur að vera markmiðið, en hún þarf að stíga upp og spila betur en í fyrra. Hún er með tækifæri til að vera aðalkonan í FH og það er vonandi að hún grípi það, og minni Jón Þór á sig."

9. ÍBV
Mist: „Það eru nokkrar ungar mjög góðar þarna, en þær eru ekki að fara að draga neina vagna. Nafnið sem við þekkjum þarna af þeim sem eru komnar er Fatma Kara. Hún átti gott fyrsta tímabil með HK/Víkingi, en kóðnaði niður á því seinna. Hún er með reynslu úr deildinni, getur hún verið leiðtogi í þessu liði?

Bára: „Ég sé hana ekki sem brjálaða leiðtoga, hún pirrast auðveldlega. Ég er bara að miða við það sem ég hef séð af henni. Hún á augnablik inn á vellinum þar sem hún sjálf tekur eina góða rispu og það kemur mark, en um leið og eitthvað gerist þá dettur hún til baka. Það er erfitt að fara að treysta á að hún komi ný inn í liðið og fari að draga einhverja vagna."

Mist: „Það er spurning hver ætlar að draga Eyjavagninn, það er ekki beint hlutverk fyrir nýjan erlendan leikmann þó að það gefi vonandi helling af sér."

Hulda:
„Sísí hafði spilað þarna í ellefu tímabil og hún er ungfrú Vestmannaeyjar. Veit Fatma að það er leiðinlegt að koma á Hásteinsvöll. Hún er góð í fótbolta, en er allt öðruvísi."


Mist: „Ég nefni hana bara þar sem hún er eina nafnið sem við könnumst við. Þetta eru þrír Lettar, frönsk og svo Kani sem á að vera mjög góð. Guð blessi Andra (Ólafsson, þjálfara ÍBV) að púsla þessu saman."

10. Þróttur R.
Bára: „Ég verð að segja Linda Líf (Boama) miðað við hvað hún stóð sig vel í fyrra, en ég set samt spurningamerki við hana því það vantar Lauren (Wade) og þær náðu vel saman. Ég held samt að hún muni taka mikið til sín og að hún verði mikilvæg."

Hulda: „Ég er sammála Báru, hún er sú sem mér dettur í hug. Ég vil líka sjá Ollu (Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur) fá að spila. Hún spilaði með ÍA í Inkasso og var góð þar. Ég vil sjá hana í Þrótti og fá að byrja og fá þessa reynslu. Hún er bara krakki, en ætti að geta byrjað í þessu liði ef maður horfir leikmannahópinn."

Mist:
„Svo mun mikið mæða á Álfhildi Rósu, fyrirliða. Hún verður djúp á miðjunni í skítavinnunni og hún verður yngsti fyrirliði deildarinnar, 19 ára. Ég held að hún verði mjög mikilvæg fyrir þær."

Bára: „Svo er ég ferlega spennt að sjá Andreu Rut Bjarnadóttur, sjá hvernig hún kemur inn í þetta. Hún hefur staðið sig vel í 1. deildinni og í unglingalandsliðunum."

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Heimavöllurinn - Spá fyrir Pepsi Max 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner