Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Stam nýr þjálfari Cincinnati (Staðfest)
Jaap Stam er tekinn við Cincinnati
Jaap Stam er tekinn við Cincinnati
Mynd: Getty Images
Bandaríska MLS-deildarfélagið Cincinnati FC tilkynnti í dag nýjan þjálfara en Jaap Stam tekur við liðinu.

Hollendingurinn átti magnaðan knattspyrnuferil þar sem hann lék með felögum á borð við Manchester United, Lazio, Milan og Ajax auk þess sem hann lék með hollenska landsliðinu en hann fór út í þjálfun eftir ferilinn.

Hann hefur stýrt PEC Zwolle, unglinga-og varaliði Ajax, Reading og nú síðast Feyenoord. Hann hætti með Feyenoord í október og hefur síðan þá leitað sér að nýju félagi en hann hafði verið í viðræðum við Cincinnati í nokkrar vikur.

Upphaflega átti að ráða hann fyrir rúmum tveimur mánuðum en því seinkaði vegna áhrifa kórónaveirunnar. Félagið staðfesti hins vegar ráðninguna í dag og verður hann því klár þegar MLS-deildin rúllar aftur af stað.

Stam gerði eins og hálfs árs samning og verður Said Bakkati aðstoðarþjálfari en hann hefur verið við hlið Stam frá því hann fór út í þjálfun.

Þetta er annað tímabil Cincinnati í MLS-deildinni en þrír Hollendingar eru einmitt á mála hjá félaginu. Það eru þeir Jürgen Locadia, Siem de Jong og Maikel van der Werff.
Athugasemdir
banner
banner