Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 21. maí 2021 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
„Getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki"
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum að bæta okkur varnarlega. Við getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, það er svona það augljósa," sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Keflvíkingar hugsuðu sér líklega gott til glóðarinnar á að snúa taflinu sér í hag í þessari umferð og sækja stig en Fylkismenn reyndust þeim að lokum ofviða og enduðu leikar 4-2 Fylkismönnum í vil.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Fylkismenn réðu lögum og lofum í fyri hálfleik en þegar líða tók á leikinn voru Keflvíkingar aðeins farnir að gera sig gildandi.
„Mín tilfining er að við hættum að ofhugsa hlutina og fórum bara að spila okkar leik og vorum fljótari að losa boltann og færa hann á milli kanta og við gerðum margt ágætt í seinni hálfleik."

Aðspurður um hvað Eysteinn væri svekktastur með og hvað það væri jákvætt sem hann gæti tekið úr þessum leik hafði hann þetta að segja.
„Samstaðan og að menn séu með fókus á það sem til þeirra er ætlast. Það fannst mér ekki á stórum köflum vera til staðar en það er auðvelt fyrir mig að segja hvað það er fyrir utan en það eru leikmennirnir sem þurfa að standa sína vakt og ég sé á eftir fyrri hálfleiknum."

Keflvíkingar eiga tvo fulltrúa í nýjasta landsliðshóp Íslans en það eru þeir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson en Eysteinn segist ekki búin að spá í því hvort þeir fái leyfi til að fara eða ekki.
„Við erum ótrúlega stoltir af þessum strákum að þeir skuli vera valdir til að fara í þetta verkefni og ég heyrði þetta bara í dag og er bara búin að vera með hugann við þennan leik þannig nú fer maður kannski að hugsa um þessa hluti."

Nánar er rætt við Eystein Húna Hauksson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner