Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 21. maí 2021 23:05
Stefán Marteinn Ólafsson
„Getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki"
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum að bæta okkur varnarlega. Við getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, það er svona það augljósa," sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 4-2 tap gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Keflvíkingar hugsuðu sér líklega gott til glóðarinnar á að snúa taflinu sér í hag í þessari umferð og sækja stig en Fylkismenn reyndust þeim að lokum ofviða og enduðu leikar 4-2 Fylkismönnum í vil.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Fylkismenn réðu lögum og lofum í fyri hálfleik en þegar líða tók á leikinn voru Keflvíkingar aðeins farnir að gera sig gildandi.
„Mín tilfining er að við hættum að ofhugsa hlutina og fórum bara að spila okkar leik og vorum fljótari að losa boltann og færa hann á milli kanta og við gerðum margt ágætt í seinni hálfleik."

Aðspurður um hvað Eysteinn væri svekktastur með og hvað það væri jákvætt sem hann gæti tekið úr þessum leik hafði hann þetta að segja.
„Samstaðan og að menn séu með fókus á það sem til þeirra er ætlast. Það fannst mér ekki á stórum köflum vera til staðar en það er auðvelt fyrir mig að segja hvað það er fyrir utan en það eru leikmennirnir sem þurfa að standa sína vakt og ég sé á eftir fyrri hálfleiknum."

Keflvíkingar eiga tvo fulltrúa í nýjasta landsliðshóp Íslans en það eru þeir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson en Eysteinn segist ekki búin að spá í því hvort þeir fái leyfi til að fara eða ekki.
„Við erum ótrúlega stoltir af þessum strákum að þeir skuli vera valdir til að fara í þetta verkefni og ég heyrði þetta bara í dag og er bara búin að vera með hugann við þennan leik þannig nú fer maður kannski að hugsa um þessa hluti."

Nánar er rætt við Eystein Húna Hauksson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner