
„Þetta var klaufaskapur og það er það sem maður er með í hausnum akkúrat núna. Gefum klaufalegt víti, klaufalegt fyrsta mark og svo náttúrulega í endan erum við að reyna sækja jöfnunarmarkið og við fáum bara alvöru "dagger"." sagði Arnar Logi Sveinsson, styrktarþjálfari Ægis eftir tapið gegn Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Ægir
Í stöðunni 1-1 fengu Ægismenn algjört dauðafæri til að komast yfir í leiknum en skot Daníels Smára Sigurðssonar fór yfir eftir að Daníel var aleinn á vítapunktinum. Má segja að það hafi verið verndipunktur leiksins?
„Já klárlega. Mörk breyta leikjum og allt það en ég held það sé ekkert verndipunkturinn. Spilamennskan okkar heilt yfir verðskuldaði ekkert meira en núll stig finnst mér."
Ægir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en liðið hefur leikið við Fjölni, Njarðvík og svo núna í kvöld Þrótt Reykjavík og hefur liðið sýnt eftir þessar þrjár umferðir að liðið er alveg samkeppnishæft í þessari deild.
„Það er engin spurning. Við komum ekki í ´þessa deild til að láta valta yfir okkur, annars hefðum við ekkert tekið þetta sæti. Við erum með fullt af góðum fótboltamönnum og höfum æft vel. Mér finnst við vera með mjög gott fótboltalið og við munum sýna það betur í sumar."