Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton vill ganga frá viðræðum við McKenna
Mynd: Getty Images
Enska félagið Brighton vonast til að ganga frá viðræðum við norður-írska stjórann Kieran McKenna sem allra fyrst en þetta segir Jacob Steinberg hjá Guardian.

McKenna er einn heitasti bitinn á þjálfaramarkaðnum í dag en hann kom liði Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum.

Ipswich mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en það er ólíklegt að McKenna muni vera áfram við stjórnvölinn.

Roberto De Zerbi hætti með Brighton eftir lokaumferðina og vill félagið ekki eyða frekari tíma í leit að nýjum stjóra. Það vill ganga frá viðræðum við McKenna til að forðast frekari samkeppni.

Chelsea og Manchester United hafa einnig sýnt McKenna áhuga en United er talið líklegri kostur af þessum tveimur vegna sterkra tengsla við félagið.

McKenna starfaði hjá United frá 2016 til 2021. Hann þjálfaði unglingalið United áður en Jose Mourinho fékk hann og Michael Carrick inn í teymi sitt.

Norður-Írinn var einnig í teymi Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick, en ákvað að yfirgefa félagið til að taka við Ipswich í desember 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner