Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 21. maí 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA virtist nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn var mjög opinn og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það voru færi á báða bóga og ég held að á endanum hafi þetta verið sanngjörn niðurstaða í stórskemmtilegum leik, og virkilega vel spilaður af báðum liðum."

Framarar voru fyrsta liðið til að skora í leiknum. Það hafði gengið illa fyrir Skagamenn að klára færinn þannig það hefur verið vont að fá það mark í andlitið.

„Algjörlega" Segir Jón þegar hann var spurður hvort það hefði farið um hann þegar mark Framara kom. „Ég held að engu liði hafi tekist það í sumar að komast til baka eftir að Fram kemst yfir í leikjum þeirra í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn í því. Við hefðum svo getað tryggt okkur sigurinn eftir jöfnunarmarkið okkar, og bæði lið pressuðu stíft að ná þessu sigurmarki, en það gekk ekki."

Árni Marinó markvörður Skagamanna stóð sig frábærlega í leiknum og hefur byrjað tímabilið mjög vel.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag. Mér fannst hann vera besti markmaðurinn í Lengjudeildinni í fyrra, þannig að ég er mjög ánægður með Árna Marinó. Hans vegferð, hann er að vinna í og bæta skref fyrir skref, sinn leik, og þá þætti sem hann þarf að bæta í sínum leik, og hefur fengið traust og tíma til þess hjá okkur. Þannig að við treystum á það að hann haldi áfram að stíga þau skref. Hann var frábær hérna í dag ásamt öllu liðinu."

Viktor Jónsson var aftur á markaskorunarlistanum í dag og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Það voru spurningamerki um hann fyrir tímabil hvort hann gæti skorað mörk í efstu deild en þær spurningar eru líkast til svaraðar.

„Það var einhver tilbúningur í þeirri umræðu. Það vita allir að Viktor er stórkostlegur senter, og hefur verið bara gríðarlega óheppinn með meiðsli þau ár sem hann hefur leikið í efstu deild með ÍA. Hann hefur brotnað hér og þar, og svona slys í raun og veru. Við vorum allan tíman sannfærðir um það að Viktor myndi ef á annað borð hann héldist heill, myndi hann skora mörk. Alveg eins og hann gerði í fyrra, og heldur því áfram núna. Bara stórkostlegur leikmaður og frábær náungi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner