Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   þri 21. maí 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA virtist nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn var mjög opinn og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það voru færi á báða bóga og ég held að á endanum hafi þetta verið sanngjörn niðurstaða í stórskemmtilegum leik, og virkilega vel spilaður af báðum liðum."

Framarar voru fyrsta liðið til að skora í leiknum. Það hafði gengið illa fyrir Skagamenn að klára færinn þannig það hefur verið vont að fá það mark í andlitið.

„Algjörlega" Segir Jón þegar hann var spurður hvort það hefði farið um hann þegar mark Framara kom. „Ég held að engu liði hafi tekist það í sumar að komast til baka eftir að Fram kemst yfir í leikjum þeirra í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn í því. Við hefðum svo getað tryggt okkur sigurinn eftir jöfnunarmarkið okkar, og bæði lið pressuðu stíft að ná þessu sigurmarki, en það gekk ekki."

Árni Marinó markvörður Skagamanna stóð sig frábærlega í leiknum og hefur byrjað tímabilið mjög vel.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag. Mér fannst hann vera besti markmaðurinn í Lengjudeildinni í fyrra, þannig að ég er mjög ánægður með Árna Marinó. Hans vegferð, hann er að vinna í og bæta skref fyrir skref, sinn leik, og þá þætti sem hann þarf að bæta í sínum leik, og hefur fengið traust og tíma til þess hjá okkur. Þannig að við treystum á það að hann haldi áfram að stíga þau skref. Hann var frábær hérna í dag ásamt öllu liðinu."

Viktor Jónsson var aftur á markaskorunarlistanum í dag og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Það voru spurningamerki um hann fyrir tímabil hvort hann gæti skorað mörk í efstu deild en þær spurningar eru líkast til svaraðar.

„Það var einhver tilbúningur í þeirri umræðu. Það vita allir að Viktor er stórkostlegur senter, og hefur verið bara gríðarlega óheppinn með meiðsli þau ár sem hann hefur leikið í efstu deild með ÍA. Hann hefur brotnað hér og þar, og svona slys í raun og veru. Við vorum allan tíman sannfærðir um það að Viktor myndi ef á annað borð hann héldist heill, myndi hann skora mörk. Alveg eins og hann gerði í fyrra, og heldur því áfram núna. Bara stórkostlegur leikmaður og frábær náungi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner