Rashford langar til Barcelona - City búið að finna Belga fyrir De Bruyne - Kounde til Chelsea - Diaz til Sádí Arabíu eða Barcelona
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   þri 21. maí 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA virtist nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn var mjög opinn og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það voru færi á báða bóga og ég held að á endanum hafi þetta verið sanngjörn niðurstaða í stórskemmtilegum leik, og virkilega vel spilaður af báðum liðum."

Framarar voru fyrsta liðið til að skora í leiknum. Það hafði gengið illa fyrir Skagamenn að klára færinn þannig það hefur verið vont að fá það mark í andlitið.

„Algjörlega" Segir Jón þegar hann var spurður hvort það hefði farið um hann þegar mark Framara kom. „Ég held að engu liði hafi tekist það í sumar að komast til baka eftir að Fram kemst yfir í leikjum þeirra í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn í því. Við hefðum svo getað tryggt okkur sigurinn eftir jöfnunarmarkið okkar, og bæði lið pressuðu stíft að ná þessu sigurmarki, en það gekk ekki."

Árni Marinó markvörður Skagamanna stóð sig frábærlega í leiknum og hefur byrjað tímabilið mjög vel.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag. Mér fannst hann vera besti markmaðurinn í Lengjudeildinni í fyrra, þannig að ég er mjög ánægður með Árna Marinó. Hans vegferð, hann er að vinna í og bæta skref fyrir skref, sinn leik, og þá þætti sem hann þarf að bæta í sínum leik, og hefur fengið traust og tíma til þess hjá okkur. Þannig að við treystum á það að hann haldi áfram að stíga þau skref. Hann var frábær hérna í dag ásamt öllu liðinu."

Viktor Jónsson var aftur á markaskorunarlistanum í dag og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Það voru spurningamerki um hann fyrir tímabil hvort hann gæti skorað mörk í efstu deild en þær spurningar eru líkast til svaraðar.

„Það var einhver tilbúningur í þeirri umræðu. Það vita allir að Viktor er stórkostlegur senter, og hefur verið bara gríðarlega óheppinn með meiðsli þau ár sem hann hefur leikið í efstu deild með ÍA. Hann hefur brotnað hér og þar, og svona slys í raun og veru. Við vorum allan tíman sannfærðir um það að Viktor myndi ef á annað borð hann héldist heill, myndi hann skora mörk. Alveg eins og hann gerði í fyrra, og heldur því áfram núna. Bara stórkostlegur leikmaður og frábær náungi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner