Sjáðu svipmyndir úr leiknum hér að neðan
Ísland mætir Austurríki á Stade de France í París klukkan 16:00 á morgun. Leikvangurinn er einn sá glæsilegasti í Evrópu en hann tekur 81 þúsund manns í sæti.
Síðast þegar Ísland spilaði á Stade de France tapaði liðið naumlega 3-2 gegn Frökkum sem voru þá með besta lið í heimi. Pétur Hafliði Marteinsson var í vörn Íslands í leiknum og hann rifjaði upp leikinn með Fótbolta.net á Stade de France í gær.
„Eftir leik kom maður inn í klefa og var drullufúll á meðan 80 þúsund manns fögnuðu heimsmeisturum Frakka," sagði Pétur.
Síðast þegar Ísland spilaði á Stade de France tapaði liðið naumlega 3-2 gegn Frökkum sem voru þá með besta lið í heimi. Pétur Hafliði Marteinsson var í vörn Íslands í leiknum og hann rifjaði upp leikinn með Fótbolta.net á Stade de France í gær.
„Eftir leik kom maður inn í klefa og var drullufúll á meðan 80 þúsund manns fögnuðu heimsmeisturum Frakka," sagði Pétur.
Lið Íslands gegn Frökkum 1999:
Birkir Kristinsson (m)
Auðun Helgason
Lárus Orri Sigurðsson
Pétur Marteinsson
(81. Helgi Kolviðsson)
Brynjar Björn Gunnarsson
Rúnar Kristinsson
Hermann Hreiðarsson
Eyjólfur Sverrisson (F)
Helgi Sigurðsson
(65. Heiðar Helguson)
Þórður Guðjónsson
Ríkharður Daðason
(53. Eiður Smári Guðjohnsen)
Athugasemdir






















