Einn leikur fór fram í gærkvöldi og einn leikur var spilaður í nótt í Copa America.
Perú vann óvæntan sigur á Kólumbíu og reyndist sjálfsmark Yerry Mina, sem er á mála hjá Everton á Englandi, sigurmark Perú.
Sergio Pena kom Perú yfir á sautjándu mínútu en Miguel Borja jafnaði leikinn úr vítasprnu á 53. mínútu. Á 64. mínútu tók Christian Cueva hornspyrnu fyrir Perú og varð Mina fyrir því óláni að fá boltann í sig og þaðan fór hann í netið.
Liðin leika í B-riðli kepnninnar. Perú er með þrjú stig eftir tvo leiki og Kólumbía er með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Í sama riðli mættust Venesúela og Ekvador í gærkvöldi. Ekvador leiddi í hálfleik en Edson Castillo jafnaði leikinn á 51. mínútu. Ekvador komst aftur yfir á 71. mínútu en í uppbótartíma jafnaði Ronald Hernandez leikinn fyrir Venesúela og 2-2 urðu lokatölur.
Venesúela er með tvö stig eftir þrjá leiki og Ekvador er með eitt stig eftir tvo leiki.
Perú vann óvæntan sigur á Kólumbíu og reyndist sjálfsmark Yerry Mina, sem er á mála hjá Everton á Englandi, sigurmark Perú.
Sergio Pena kom Perú yfir á sautjándu mínútu en Miguel Borja jafnaði leikinn úr vítasprnu á 53. mínútu. Á 64. mínútu tók Christian Cueva hornspyrnu fyrir Perú og varð Mina fyrir því óláni að fá boltann í sig og þaðan fór hann í netið.
Liðin leika í B-riðli kepnninnar. Perú er með þrjú stig eftir tvo leiki og Kólumbía er með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Í sama riðli mættust Venesúela og Ekvador í gærkvöldi. Ekvador leiddi í hálfleik en Edson Castillo jafnaði leikinn á 51. mínútu. Ekvador komst aftur yfir á 71. mínútu en í uppbótartíma jafnaði Ronald Hernandez leikinn fyrir Venesúela og 2-2 urðu lokatölur.
Venesúela er með tvö stig eftir þrjá leiki og Ekvador er með eitt stig eftir tvo leiki.
Kólumbía 1 - 2 Perú
0-1 Sergio Pena ('17)
1-1 Miguel Borja ('53, víti)
1-2 Yerry Mina ('64, sjálfsmark)
Venesúela 2 - 2 Ekvador
0-1 Ayrton Preciado ('39)
1-1 Edson Castillo ('51)
1-2 Gonzalo Plata ('71)
2-2 Ronald Hernandez ('90+1)
Athugasemdir