Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 21. júní 2021 08:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Segir Freysa ekki vera að taka við FH - Í viðræðum í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari Leiknis og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er staddur í Danmörku og er í viðræðum við félag þar. Þetta herma heimildir 433.is.

Félagið sem Freyr er í viðræðum við er í næstefstu deild samkvæmt heimildunum.

Freyr var síðast aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi en teymið lét af störfum í Katar í maí.

Kjaftasögur hafa verið á kreiki um að Freyr gæti komið til greina sem næsti þjálfari FH en litlar líkur eru á því. FH hefur gengið illa að undanförnu og aðeins náð í eitt stig í síðustu fimm leikjum. Það eru sögusagnir um að heitt sé undir Loga Ólafssyni, þjálfara liðsins.

Það kemur í ljós á allra næstu dögum hvort Freyr taki við danska félaginu en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga samkvæmt heimildum 433.is.


Athugasemdir
banner