Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júní 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Ekki hægt að segja nei þegar svona liðsstyrkur býðst"
Heimir Hallgrímsson og Hermann Hreiðarsson.
Heimir Hallgrímsson og Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum ÍBV en hann er kominn inn í þjálfarateymið til að reyna að hjálpa liðinu að koma sér frá fallsvæðinu.

„Hann er klár í aðstoð. Hann er með sín endalausu ráð og veit ýmislegt. Hann hefur spilað leikinn og svo þjálfað í mörg ár á topp leveli. Það vita það allir að hann er með endalausan brunn af fótboltafjöri," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 3-3 jafntefli gegn Fram í Bestu deildinni í gær.

Í hverju felst aðstoð Heimis helst?

„Það er bara sitt lítið af hverju. Við tölum mikið saman hvort sem er, hann bætir okkur, það er alveg klárt."

ÍBV er enn án sigurs, situr með fjögur stig á botni Bestu deildarinnar. Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður ÍBV, segir öflugt fyrir liðið að fá Heimi inn í teymið.

„Hann hefur komið mjög vel inn í þetta. Það er geðveikt að fá svona reynslu og aðra sýn á þetta líka. Það er ekki hægt að segja nei þegar svona liðsstyrkur býðst," sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær.
Hemmi Hreiðars: Öruggt að þetta mun snúast okkur í hag
Andri Rúnar: Ég veit bara ekki hvað þeir voru að gera
Athugasemdir
banner
banner
banner