Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 10:12
Elvar Geir Magnússon
Man Utd bindur enn vonir við að fá Eriksen
Christian Eriksen er 30 ára.
Christian Eriksen er 30 ára.
Mynd: EPA
Manchester United bindur enn vonir um að geta fengið danska miðjumanninn Christian Eriksen á frjálsri sölu.

Því hefur verið haldið fram að Eriksen vilji helst vera áfram í London. Brentford vill hafa hann áfram í sínum herbúðum og þá hefur Tottenham áhuga á að fá hann aftur.

Hann hefur hinsvegar ekki samið og samkvæmt BBC eru enn bundnar vonir við það hjá Manchester United að hann komi á Old Trafford.

Eriksen er þrítugur og tók sér hlé frá fótbolta eftir að hafa farið í hjartastopp á EM alls staðar. Hann gerði svo stuttan samning við Brentford á síðasta tímabili og spilaði virkilega vel.

Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, veit að þörf er á að styrkja miðsvæði liðsins og er með Frenkie de Jong, leikmann Barcelona, efstan á óskalista sínum. Hollenski miðjumaðurinn er farinn í sumarfrí og hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner