Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júní 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin að fara af stað í Víkinni
Heimavöllur hamingjunnar.
Heimavöllur hamingjunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu fer af stað í dag og það á Íslandi, umspilið fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar er leikið á Víkingsvelli og í dag eru undanúrslitaleikir þar sem spilað verður til þrautar.

Klukkan 13 eigast við La Fiorita frá San Marínó og Inter Escaldes frá Andorra og svo mæta Íslandsmeistarar Víkings liði Levadia Tallinn frá Eistlandi klukkan 19:30.

Úrslitaleikur umspilsins verður svo á föstudagskvöldið.

Ef Víkingur vinnur umspilið fer liðið í tveggja leikja einvígi við Svíþjóðarmeistara Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Ef Víkingur tapar gegn Levadia Tallinn í kvöld mun liðið fara inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og leikur gegn Shamrock Rovers frá Írlandi eða Hibernians frá Möltu.

En ef Víkingur tapar úrslitaleik umspilsins þá fer liðið einnig inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, mætir þá Pyunik frá Armeníu eða Cluj frá Rúmeníu.

þriðjudagur 21. júní
Forkeppni Meistaradeildar karla

13:00 La Fiorita-Inter Escaldes (Víkingsvöllur)
19:30 Levadia Tallinn-Víkingur R. (Víkingsvöllur)


Athugasemdir
banner
banner