

„Virkilega sáttur, með seinni hálfleikinn sérstaklega," segir Anton Ingi þjálfari Grindavíkur, aðspurður um fyrstu viðbrögð við úrslitum kvöldsins þegar Víkingur og Grindavík gerðu 3-3 jafntefli í Fossvoginum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 3 Grindavík
„Ef þú gefur Víkingsliðinu svæði til að spila, lendiru í vandræðum og við lentum í töluverðu basli í fyrri hálfleik."
„Við ætluðum að bíða nokkuð aftarlega og vera með tvíburasysturnar þarna fremst, láta þær svolítið hlaupa á þær og mæta með miðjumenn." En þess má geta að það voru töluverð meiðsli í hópi Grindvíkinga.
Lið Grindavíkur þurfti einnig að gera skiptingu á liði sínu í fyrri hálfleik. „Svo missum við náttúrulega Viktoríu út eftir 18 mínútur, það riðlar svolítið skipulaginu." Anton Ingi tekur einnig fram að hún hafi verið tæp fyrir leik og hafi þurft að taka hana útaf.
„Hópurinn er bara virkilega stemmdur og virkilega sáttur eftir síðustu þrjá leiki og það bara sýnir okkur hvað við erum kröftugar þegar við erum tilbúnar að leggja á okkur og vinna sem heilt unit."
Anton Ingi er hann var spurður út í næstu leiki:. „Það eru leikir sem að við ætlum að gefa okkur allar í."