Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 21. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfari Wales rekinn eftir vandræðaleg úrslit
Rob Page.
Rob Page.
Mynd: EPA
Knattspyrnusambandið í Wales hefur ákveðið að reka Rob Page úr starfi þjálfara A-landsliðs karla. Page stýrði liðinu í þrjú og hálft ár.

Page, sem er 49 ára gamall, kom Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár og stýrði liðinu í 16-liða úrslit EM 2020.

En Wales mistókst að komast á EM 2024 og átti skelfilegan mánuð núna þar sem liðið spilaði afar illa gegn Gíbraltar og Slóvakíu. Jafntefli gegn Gíbraltar þóttu vandræðaleg úrslit.

Page tók við Wales árið 2020 og var hann fyrst ráðinn til bráðabirgða eftir að Ryan Giggs, þáverandi landsliðsþjálfari Wales, var ákærður fyrir heimilisofbeldi.

Aaron Ramsey, sem hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Wales síðustu árin, þakkaði Page fyrir sín störf með færslu á samfélagsmiðlum í morgun. Færsluna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner