Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   fös 21. júní 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd setur sig í samband við Lille
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sett sig í samband við franska félagið Lille vegna varnarmannsins Leny Yoro.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Hinn 18 ára gamli Yoro er einn af mörgum möguleikum sem Man Utd er að skoða í stöðu miðvarðar.

Jarrad Branthwaite, varnarmaður Everton, er efstur á óskalista United en Everton hefur sett 70 milljón punda verðmiða á hann. United mun ekki reyna aftur við Branthwaite fyrr en Everton lækkar verðmiðann.

Yoro er gríðarlega efnilegur franskur miðvörður sem hefur hvað mest verið orðaður við Real Madrid.
Athugasemdir
banner