Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fös 21. júní 2024 23:20
Sölvi Haraldsson
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Manni líður aldrei vel þegar maður tapar leik. Við mættum hingað til að vinna leikinn þannig auðvitað er maður svekktur. Við spilðum á löngum köflum vel og unnum boltann oft á tíðum á þeirra vallarhelming. Vonandi heldur FH-liðið áfram að sýna eitthvað í líkingum við þetta.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap liðsins á Hlíðarenda gegn Valskonum í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Aldís, markmaður FH-liðsins, braut á leikmanni Vals inni í vítateig FH. Guðni segist ekki hafa séð atvikið og að hann treysti dómaranum fullkomnlega vel fyrir því að taka réttu ákvörðunina.

Guðni er ánægður með frammistöðu liðsins yfir nokkra kafla í dag þrátt fyrir tap. Hann segir að FH-liðið vilji spila fótbolta þannig að þær pressa andstæðingana hátt upp völlinn.

Við spilum þannig fótbolta. Við hljótum að geta gert það á móti Val sem er gríðarlega vel mannað lið. Við gerðum það á löngum köflum mjög vel. Við mættum Valsliðinu og keyrðum á þær. Það skilaði samt ekki marki fyrr en alveg í lokin sem er gott.

Það vakti athygli fyrir leik að FH-liðið var einungis með fimm leikmenn á bekknum í kvöld.

Það eru meiðsli í hópnum. Einföld ástæða en það eru margir leikmenn meiddir. Við erum með varalið þar sem við látum okkar leikmenn spila. Þær eru bara uppteknar í öðrum verkefnum.

Andrea Marý er að æfa með FH-liðinu. Guðni segist ekki vita hvort eða hvenær hún kemur til baka en það er fylgst með hennar hjarta á æfingum.

Ég veit það ekki. Hún fór í aðgerð og er að æfa með okkur. Það er verið að fylgjast vel með henni. Hún æfir, eins og aðrir leikmenn, með hjartarit. Við fylgjumst bara með hennar hjarta, eins og annara leikmanna líka. Vonandi gengur það vel og hún getur komið aftur út á völl en við gerum það ekki nema læknir leyfi það.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, senti frá sér pistil um slæma umgjörð Stöðvar Tvö Sport eftir leik Valskvenna gegn Fylki á dögunum. Guðni tekur undir með Pétri.

Það finna allir sem eru að starfa í kringum Bestu deild kvenna að það vantar helling upp á að bæta umgjörð. Það geta allir tekið til sín. Liðin sjálf geta tekið til sín. Áhorfendur geta tekið til sín. Þeir sem halda utan um umfjöllun geta tekið til sín. Hann talar fyrir hönd allra þeirra sem að þessari deild koma.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner