Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fös 21. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann áfram í Þýskalandi?
Mynd: Getty Images
Þórir Jóhann Helgason lék með þýska liðinu Eintracht Braunschweig í þýsku B-deildinni í vetur. Hann var þar á láni frá Lecce á Ítalíu. Braunschweig reyndi að kaupa Þóri en Lecce hafnaði tilboðinu, það þótti ekki nægilega gott.

Mikil ánægja var með Þóri hjá þýska félaginu og Braunschweig hefur ekki gefið upp alla von um að halda miðjumanninum, fá hann þá aftur á láni eða fá Lecce til að semja um lægra verð. Lánssamningurinn rennur formlega út í lok mánaðar.

Miðjumaðurinn á að baki 16 landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim tvö mörk. Í vetur lék hann 27 leiki með þýska liðinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur þegar Braunschweig hélt sér uppi í deildinni. Hann var síðast í landsliðshópnum í júní í fyrra.

Þórir Jóhann er samningsbundinn Lecce út næsta tímabil. Lecce hélt sæti sínu í Seríu A í vetur, liðið endaði í 14. sæti deildarinnar. Þórir gekk í raðir Lecce frá FH sumarið 2021 og heufr komið við sögu í 37 deildarleikjum frá komu sinni.

Samkvæmt heimildum Braunschweiger Zeitung hafa fleiri þýsk félög áhuga á Þóri Jóhanni.


Athugasemdir
banner
banner