Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 21. júlí 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramsey fór ekki með í æfingaferð Juventus
Mynd: Getty Images
Það er ansi ólíklegt að Aaron Ramsey verði leikmaður Juventus á komandi tímabili. Ramsey var í dag einn af sjö leikmönnum félagsins sem fóru ekki með í æfingaferð ítalska félagsins til Bandaríkjanna.

Ramsey er 31 árs gamall velskur landsliðsmaður sem var á láni hjá skoska félaginu Rangers seinni hluta síðasta tímabils. Hann er á lokaári sínu á samningi hjá Juventus og hefur verið orðaður við Cardiff í heimalandinu.

Ferill Ramsey hefur einkennst af meiðslum en hann er í lykilhlutverki í landsliðinu sem er að fara á HM síðar á þessu ári. Það er í fyrsta sinn árið 1958 sem Wales er á HM.

Ramsey er á risasamningi hjá Juventus, talinn vera með um 400 þúsund pund í vikulaun.

Ramsey gekk í raðir Juventus frá Arsenal árið 2019 og hefur spilað 70 leiki fyrir félagið og skorað sex mörk.

Aðrir leikmenn sem fóru ekki í æfingaferð Juventus eru þeir Federico Chiesa, Mattia De Sciglio, Kaio Jorge, Arthur Melo, Marko Pjaca og Adrien Rabiot.
Athugasemdir
banner
banner
banner