KFS og Tindastóll unnu bæði 4-0 sigra í 4. deild karla í kvöld.
Óskar Elías Zoega Óskarsson, Jóhann Ingi Þórðarson, Andri Erlingsson og Víðir Þorvarðarson skoruðu mörk KFS í 4-0 sigrinum á Skallagrími á Hásteinsvelli í kvöld.
Víðir kom til KFS á láni frá ÍBV og skoraði í fyrsta leik en hann gæti reynst þeim mikilvægur í fallbaráttunni.
KFS er með 10 stig í 8. sæti deildarinnar eftir tólf leiki en Skallagrímur með 7 stig í sætinu fyrir neðan.
Tindastóll vann þá auðveldan en að sama skapi óvæntan 4-0 stórsigur á Hamri.
Sverrir Hrafn Friðriksson og Manuel Ferriol Martínez skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleiknum og þá gerðu þeir Maxime Walid Wester og Viktor Smári Sveinsson tvö í þeim síðari.
Tindastóll er í öðru sæti með 25 stig, jafnmörg og topplið Ýmis, en Hamar í 3. sæti með 20 stig.
KFS 4 - 0 Skallagrímur
1-0 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('12 )
2-0 Jóhann Ingi Þórðarson ('18 )
3-0 Andri Erlingsson ('59 )
4-0 Víðir Þorvarðarson ('78 )
Tindastóll 4 - 0 Hamar
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('31 )
2-0 Manuel Ferriol Martínez ('33 )
3-0 Maxime Walid Wester ('57 )
4-0 Viktor Smári Sveinsson ('90 )
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tindastóll | 18 | 13 | 4 | 1 | 48 - 14 | +34 | 43 |
2. Ýmir | 18 | 11 | 4 | 3 | 50 - 29 | +21 | 37 |
3. Árborg | 18 | 10 | 5 | 3 | 46 - 28 | +18 | 35 |
4. Hamar | 18 | 9 | 3 | 6 | 45 - 41 | +4 | 30 |
5. KÁ | 18 | 5 | 7 | 6 | 41 - 39 | +2 | 22 |
6. KH | 18 | 7 | 1 | 10 | 50 - 52 | -2 | 22 |
7. Kría | 18 | 6 | 3 | 9 | 38 - 60 | -22 | 21 |
8. KFS | 18 | 5 | 2 | 11 | 45 - 46 | -1 | 17 |
9. Skallagrímur | 18 | 5 | 2 | 11 | 34 - 40 | -6 | 17 |
10. RB | 18 | 2 | 3 | 13 | 26 - 74 | -48 | 9 |
Athugasemdir