Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Leik Rosenborg og Lilleström hætt vegna VAR-mótmæla - „Þetta er ógeðslegt“
Úr leik hjá Rosenborg
Úr leik hjá Rosenborg
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Flauta þurfti leik Rosenborg og Lilleström af í norsku úrvalsdeildinni kvöld vegna mótmæla stuðningsmanna gegn VAR-tækninni.

Stuðningsmenn norsku félaganna hafa fengið sig fullsadda af VAR, sem var innleitt í deildina á síðasta ári.

Síðustu mánuði hafa stuðningsmenn gert ýmislegt til að mótmæla tækninni, meðal annars með því að kasta tennisboltum og reyksprengjum inn á völlinn.

Það hefur ekki borið mikinn árangur til þessa en það skilaði loks sínu í kvöld. Stuðningsmenn beggja liða bættu fiskibollum við vopnabúr sitt og fóru mótmælin þá loks að skila einhverjum árangri.

Stöðva þurfti leikinn fjórum sinnum áður en hann var flautaður af.

Ekki hefur verið fundinn nýr leikdagur fyrir þennan leik.

„Þetta er ógeðslegt og algerlega ólíðandi. Við munum funda aftur um þetta í kvöld,“ Karl-Petter Loken, skrifstofustjóri norska fótboltasambandsins, við VG.

Þetta upptæki stuðningsmanna er álitið sem mikill sigur fyrir þá og mótmæli þeirra gegn VAR. Mörg félög vilja tæknina burt, en það verður fróðlegt að sjá hvort þetta muni ná tilsettum árangri


Athugasemdir
banner