„Þetta var erfitt, ég verð að viðurkenna það," sagði Indriði Sigurðsson í viðtali við Tómas Meyer eftir 1-1 jafntefli KR og Breiðabliks í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
Eftir góða útisigra á FH og Stjörnunni þá gerðu KR-ingar jafntefli á heimavelli í kvöld.
„Það var ekkert sem klikkaði. Þeir gerðu vel í að loka á okkar styrkleika. Við vorum ekki nógu klókir að breyta því nógu nemma. Við gerðum það í seinni í hálfleik og mér fannst við vera heilt yfir betri í seinni hálfleik þó að þeir séu hættulegir í skyndisóknum."
KR-ingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu eftir að Willum Þór Þórsson tók við af Bjarna Guðjónssyni. Hvað hefur breyst?
„Breytingin er mest hjá sjálfum okkur. Við vissum að við ættum þetta inni. Við þurftum að fá það út. Við erum þar sem við erum í dag og ég ætla ekki að spá í því af hverju. Við erum sáttir með þetta en viljum meira. Við hefðum viljað fá meira í dag. Við höldum áfram og núna er það Valur í næsta leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en í lokin fær Indriði að vita að hann er í leikbanni í næsta leik eftir að hafa fengið fjögur gul spjöld á tímabilinu.
Athugasemdir